Die Präsentation wird geladen. Bitte warten

Die Präsentation wird geladen. Bitte warten

Sprog are alike en alls ekki eins!

Ähnliche Präsentationen


Präsentation zum Thema: "Sprog are alike en alls ekki eins!"—  Präsentation transkript:

1 Sprog are alike en alls ekki eins!
Halla Rún Kristjana Ríkey Unnur

2 Markmið Vera með fjölbreyttara námsmat í tungumálum, íslensku, ensku og dönsku. Koma reglulegu námsmati inn í skólastarf vetrarins. Gera nemendur meðvitaða um eigin stöðu í faginu hverju sinni. Fá nemendur til að taka meiri ábyrgð á námi sínu.

3 Náðust markmiðin? Við vorum mun meðvitaðri um fjölbreyttara námsmat og okkur tókst að framfylgja því með því að vera með námsmat reglulega yfir veturinn. Með því að vera með námsmatið fjölbreytt tókst okkur að gera flesta nemendur meðvitaða um til hvers ætlast var af þeim. Nemendur tóku meiri ábyrgð á námi sínu og lögðu sig betur fram þegar þeir vissu til hvers var ætlast af þeim.

4 Áætlun / leiðir Vera með mismunandi mat reglulega yfir veturinn.
Búa til prófa- og verkefnabanka fyrir dönsku/ensku/íslensku sem hægt er að ganga í frá ári til árs fyrir hvern bekk fyrir sig. Við unnum hver í sínu lagi en hittumst reglulega til að bera saman bækur okkar.

5 Hugmyndir Hvað komst í framkvæmd?
Samvinnupróf (pör, þrír saman eða hópur) – danska Heimapróf Munnleg próf – danska “Venjuleg” próf – danska, enska, íslenska Marklistar – enska, íslenska Prófsíður – danska, enska Sjálfsmat, jafningjamat – íslenska Gagnapróf – danska, enska, íslenska glósupróf (svindlpróf) með A4 miðum, “post-it”-miðum, skrifa á hendina „miðum“

6 Íslenska Hefðbundin próf og krossapróf.
Marklistar – mismunandi eftir verkefnum hverju sinni. Einfaldar yfirferð – hún verður markvissari. Erfitt að hanna yrðingar þannig að ein eigi alltaf við. Hver marklisti þarf að þróast.

7 Íslenska Tölur eða umsagnir! Nemendur vilja tölueinkunnir.
Að fara bil beggja. Að fá nemendur til að læra af verkefninu

8 Íslenska – framhaldið Vann áfram í marklistunum sem í sjálfu sér gefa færi á að gefa fyrir mjög mismunandi atriði á fjölbreyttan hátt. Gæta þess að gleyma ekki að meta nemendur fyrir þætti eins og hugmyndaflug og frumleika þegar við á. Fyrirgjöf fyrir hugtakakort. Sjálfsmatslisti fyrir ritun af Málbjargarvefnum. Fékk mun markvissari ritun frá nemendum.

9 Íslenska – hvert stefni ég?
Verkefninu hvergi nærri lokið, þetta var sparkið sem þurfti til að koma mér vel af stað í því sem ég hef verið að hugsa um undanfarin ár. Marklistar gera yfirferð markvissari, skemmtilegri og fljótlegri auk þess gefa mér betri yfirsýn yfir stöðu nemenda. Sé fyrir mér næsta vetur að bæta inn í t.d. heimaprófi og jafningjamati. Í einhverjum þætti íslenskunnar. Langar að tengja námsmatið betur við kennsluáætlanagerð til að gera vinnu mína og nemendanna markvissari.

10 Enska – “svindlmiðar” Lagði orðaforðakönnun fyrir 10. bekk upp úr tveimur lesköflum úr Hot Topics kennsluefni. Einn post-it miði sem „svindlmiði“ . Prófið gekk vel og var útkoman ágæt. Um helmingur nemenda nýtti sér post-it miða. Nokkrir óskuðu eftir því að fá að nota orðabók ! Margir post-it miðarnir voru mjög flottir og vel nýttir.

11 Enska - marklistar Lagði fyrir kvikmyndaverkefni/ritun. Nemendur fengu eftirfarandi fyrirmæli: Ferris Bueller verkefni 9.bekkur.doc Notaði marklista til að fara yfir verkefnin. Auðveldar yfirferð fyrir kennara (þó það taki sinn tíma að gera marklistann!) og nemendur fá bæði umsögn og tölueinkunn. Kvikmyndaverkefni MAT.xlsx Fannst nemendum líka þetta fyrirkomulag og þeir lögðu sig meira fram við að vinna samkvæmt listanum næst þegar hann var notaður í svipuðum dúr.

12 Enska - prófasíður Nokkrar síður í hinni hefðbundnu kennslubók/vinnubók voru sérmerktar hjá mér sem prófasíður. Þær notaði ég sem “skyndipróf”. Þetta voru yfirleitt síður sem innihéldu brot af öllu efni kaflans sem búið var að vinna í. Nemendur vönduðu sig yfirleitt á þessum síðum og fóru yfir hver hjá öðrum í lok tímans.

13 Enska – Veganesti – uppgjör
Mjög gott að starfa með öðrum tungumálakennurum og deila upplýsingum, reiknum með áframhaldi á því. Meiri pressa á að vera með fjölbreyttara mat, ég er meira á tánum og vakandi. Stefni á að gera matið markvissara og fjölbreyttara á næsta skólaári þegar ég sem enskukennari á öðru ári verð komin betur inn í námsefnið.

14 Danska Samvinnupróf – “post-it”miða próf – munnleg próf
Posted-miða próf í 10. bekk Dæmi um samvinnupróf í 9. bekk – orðaforði Pör Geta í dönsku Fór yfir annað blaðið Mat á prófinu: Gekk vel, erfitt að para saman v/mikil veikindi!

15 Danska Hjemmet - munnlegt próf í orðum tengdum heimilinu.
Ordkort – orð tengd heimilinu á litlum miðum. Miðar með herbergjum heimilisins í röð á borðinu. Nemendur þurftu að lesa orðin og þýða þau. Draga 10 orð úr bunka, lesa þau og þýða svo. Setja þau svo í “rétt herbergi”.

16 Danska Orðaforðakönnun þar sem nemendur máttu skrifa í lófann á sér.

17 Danska – niðurstaða – nemendur
Nemendur reyna að standa sig mjög vel á munnlegum prófum. Ætla að reyna að vera með fleiri slík. Í “svindl-prófum” eða glósuprófum sjá nemendur hvað það skiptir miklu máli að undirbúa sig. Prófsíður – vera búin að segja fyrirfram hvaða síðu á að vinna og láta lesa heima í lesbók og undirbúa sig þannig.

18 Danska – niðurstaða – nemendur
Að fara hver yfir hjá öðrum – nemendur læra rosalega mikið á því og eru mjög stífir á einkunnum. Þurfa að hugsa út fyrir rammann – mörgum fannst það erfitt! Einn “galli” á svona öðruvísi prófum eins og munnlegum og samvinnuprófum – erfitt gagnvart nemendum sem eru mikið í leyfi eða veikir. Ekki eins auðvelt að láta þá bara hafa prófið í næsta tíma.

19 Danska – niðurstaða Veganestið gerði matið markvissara og fjölbreyttara. Botninn datt þó aðeins úr könnunum og prófum undir lokin. Halda áfram með ýmsar gerðir kannana og prófa. Vil koma inn marklistum, ætla að fara í þá næsta vetur. Áframhald á smá samráði tungumálakennara.

20 Takk fyrir okkur Tak! Thank you! Gracias! 감사! Danke schön! Merci! شكرا
Kiitos! Спасибо! Grazie! Obrigado! Dzięki! Paldies! 感謝! Bedankt!


Herunterladen ppt "Sprog are alike en alls ekki eins!"

Ähnliche Präsentationen


Google-Anzeigen